Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Nágranni minn og ég

Fyrsta ljóðlína:Naumast á nokkur maður
Heimild:Vökurím bls.17-19
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
„Naumast á nokkur maður
nágranna eins og ég.
Við eigum í stöðugum erjum
ástæðan fávísleg.
2.
Ég hygg ei að hvaðan hann kemur
né hvert á burtu hann fer
en það er hans aðaliðja
að ögra og skaprauna mér.
3.
Ég lifi eins og lög fyrir mæla
látlaust og borga minn skatt.
En á ekki bót fyrir bossann. –
Það er bölvað – en alveg satt.
4.
Skútuna mína ég missti,
margur drukknaði þar.
Ekkjurnar ákaft grétu
– af öllu minn harmur bar.
5.
Ég fékk með fyrirtaksverði
fjögurra íbúða hús.
Ég leigði það leiðindapakki
– leigan var hungurlús.“
6.
„Ljúgðu ekki!“ nágranninn nöldrar,
„naumast það borgar sig.
Þú veist þér er illa við alla
og öllum í nöp við þig.
7.
Bátnum sökktir þú sjálfur,
– síngirnin verkinu réð. –
Svo kveiktirðu í húsinu að kveldi,
en klófestir tryggingaféð.“
8.
„Hættu! – Ég hlusta ekki á þig
horngrýtis fanturinn þinn!
Hann sannar þó drengskap og dugnað
Dannebrogs-krossinn minn!
9.
Hræðist ég nágrannans nöldur?
Nei, mín samviska er góð. –
Þó kasta ég nokkrum krónum
í kirkjubyggingarsjóð.
10.
Ekki er það samt af ótta
við alheimsmeistarann.
Því – hvernig má Drottinn dæma
Dannebrogskrossaðan mann.“