Kalt – | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kalt –

Fyrsta ljóðlína:Kalt er úti í kólgunni
Heimild:Blágrýti.
bls.96
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Kalt er úti í kólgunni
sem kemur nær og nær.
Ellin færist að mér
en æskan líður fjær.
2.
Kalt er úti í kólgunni.
Kveinar æskuþrá.
– Dynur hátt í dröngum
í Dauðramannagjá.