Jónsmessukvöld | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Jónsmessukvöld

Fyrsta ljóðlína:Þegar vorgolan stofnana strýkur
Heimild:Blágrýti.
bls.133
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Þegar vorgolan stofnana strýkur
og í störinni hjúfrar um kvöld.
Þegar geislarnir glófagrir leika
yfir glitofin skýjanna tjöld.
Þegar bjart er um bláfjallatinda.
Þegar blikar á skipanna tröf.
— Þá kvikna í augunum eldar.
Þá fær æskan sinn vordraum að gjöf.
2.
Þegar fjalldrapinn allaufga angar.
Þegar andvarinn hvíslar að þér.
Þegar tíbrá í fjarskanum titrar.
Þegar talar hver alda við sker.
Syngur ómur í alfögrum heimi
og hann ómar um framtíðarstig.
Þessi ómur á eilífa töfra. —
Það er ástin sem kallar á þig.