Háttatími | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Háttatími

Fyrsta ljóðlína:Nótt er yfir norðurslóðum
Heimild:Blágrýti.
bls.145
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Nótt er yfir norðurslóðum
Nótt er hlý af þrá.
Kát í huga kona og maður
kyrrðar njóta þá.
Meö augu brún og blá
þau bjarmalöndin sjá.
Gleðifundir góðrar nætur
gliti á lífið slá.
2.
Enn skal kysst og enn skal notist.
Allt er mitt og þitt.
Allt er þegar sálin brosir
ungt og fagurlitt.
Við gefum Guði sitt —
en gamla manninum hitt.
Aldrei kólna okkar fundir
ævintýrið mitt.