Skilnaður | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Skilnaður

Fyrsta ljóðlína:Viö héldumst döpur í hendur
Heimild:Blágrýti.
bls.17
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Viö héldumst döpur í hendur
og hugðumst að segja margt.
— Ónotuð augnablik liðu
og óvissan bæði snart.
2.
Ég þagði. — Hún þagði líka
— og þögnin varð kuldaleg.
Höndina dró hún hægt að sér
— og hendinni sleppti ég.
3.
Hún kastaði á mig kveðju
og kápunni vafði að sér.
— Ég vissi það ekki — veit það nú
að Valfríður unni mér.