Um Björn L. Gestsson | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Um Björn L. Gestsson

Fyrsta ljóðlína:Við mig treindu vinarþel
Heimild:Andstæður.
bls.96
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Við mig treindu vinarþel
varð því gott til bjarga
og ég reyndi að risnu vel
Reykvíkinga marga.
2.
Þar mér fleytti á háan hest
höldar hver um annan.
En þó veitti Björn mér best
bróðurkærleik sannan.
3.
Þar í heiði sá ég sól,
sælli aldrei gestur.
Engan meiðir annars hól
einn er jafnan mestur.
4.
Björn, sem greinum Braga ann
Björn mig einatt gladdi
Björn mér reynast bestur vann
Björn mig seinast kvaddi.


Athugagreinar

Um Björn L. Gestson - sveitunga höfundar og fyrrum bónda á Refsstöðum, eftir ferð til Reykjavíkur 1932