Djásn Skagafjarðar | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Djásn Skagafjarðar

Fyrsta ljóðlína:Gamli Þórðarhöfðinn hár
bls.130-131
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Gamli Þórðarhöfði hár
hundrað fjalla virði.
Ríktu heill í ótal ár
yfir Skagafirði.
2.
Þín er drottning Drangey fræg
djarfleg haldið vörðinn,
sleppið engum illum sæg
inn á Skagafjörðinn.
3.
Málmey þér við hægri hlið
hrósar gróðri jarðar.
Þið eruð dýrust, dæmum við,
djásnin Skagafjarðar.
4.
Blóm í haga gullin gljá
glansa faguryrði.
Það er saga að segja frá
sumri í Skagafirði.