Kossahylling | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kossahylling

Fyrsta ljóðlína:Þó að máist farin för
bls.104
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Þó að máist farin för
fölskvi um hljóma strengi,
munarkoss af mjúkri vör
man ég vel og lengi.
2.
Snerting vara vot og hlý
vermir hjartans minni.
Vakir lífsins eldur í
undirvitundinni.
3.
Kossa teyga vil ég vín
vel þess töfrum eiri.
Kyssi ég einn, er óskin mín
að þeir verði fleiri.