Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Blóm um haust

Fyrsta ljóðlína:Þokan grúfir. Hrolli að hjarta slær.
Heimild:Harpan mín í hylnum bls.74-75
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Þokan grúfir. Hrolli að hjarta slær.
Hvar er sólskin dagsins frá í gær?
Þú hefir kvatt mig, köldum þurrum vörum.
Komst í vorsins fylgd, með hausti á förum.
Ég er stundum nokkuð seinn í svörum.
2.
Barstu ljúfar lausnarveigar mér.
Ljóð mitt skipti um blæ á vörum þér.
Þrá, sem áður löngum lá í böndum
langt úr þjóðbraut, efst á reginsöndum,
leystir þú úr læðing, mjúkum höndum.
3.
Til hvers er að eignast blóm um haust
andspænis við myrkrið varnarlaust?
Til þess víst að eygja einu sinni
ofurlítinn koma af vordýrðinni,
gleyma kannski vetri við þau kynni.
4.
Þetta stutta sumar, sem ég naut,
sættir mig við vetrarlanga þraut.
Voru æskuárin mig að kalla?
Ómar týndra daga um hug mér falla,
eins og regn á bera bergsins stalla.