Ævisaga K. N. í fám dráttum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ævisaga K. N. í fám dráttum

Fyrsta ljóðlína:Blóðið í æðunum brann
Heimild:Kviðlingar.
bls.1-2
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Blóðið í æðunum brann
ef brautin var framundan slétt.
Pegasus frægan eg fann, –
á folanum tók eg mér sprett.
2.
Lofthræddur löngum eg var, –
því lífið á himnum ei skil.
Um foldina fákur mig bar,
en flaug ekki skýjanna til.
3.
Bakkus í taumana tók. –
Að teyma mig var honum kært!
Svo gaf hann mér brennivíns bók,
á bókina þá hefi´ eg lært.