Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Að tafli

Fyrsta ljóðlína:Þverra finn ég
Heimild:Ljóð af tvennum toga bls.26
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Þverra finn ég
þankans afl.
Illa stendur
mitt endatafl,
2.
sem maður sérhver
í minni sveit
skipi vanhugsað
valinn reit.
3.
Allt mótspil reynist
marklaust kák:
Svartur á leik
og segir skák.
4.
Í uppgjöf legg ég
árar í bát.
Staðan er vonlaus,
stutt í mát.