Ég skal vaka | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ég skal vaka

Fyrsta ljóðlína:Ég skal vaka í nótt
bls.25
Viðm.ártal:≈ 1938–1940
Tímasetning:1940
Ég skal vaka í nótt, meðan svanirnir sofa,
meðan sólargeislar fela sig bláfjöllin við.
Yfir dalnum er hljótt og nú dimmir í kofa.
Inn í draumheima svíf þú hinn ljúfasta frið.
Létt um vorgróna hlíð sveipast þokubönd þýð.
Yfir þögulum skógi er næturró blíð.
Ég skal vaka í nótt, meðan húmið er hljótt.
Ég skal halda um þig vörð, meðan sefur þú rótt.