Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Gleymt ljóð

Fyrsta ljóðlína:Ég skrifað hafði lítið ljóð
Heimild:Harpan mín í hylnum bls.91-92
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Skáldsþankar
1.
Ég skrifað hafði lítið ljóð
á lúið pappírsblað,
en þótti í engu um það vert
og ekkert skeytti um það.
2.
Svo týndist þetta litla ljóð
og lagðist gleymsku í,
en hending síðar örfá orð
mér aftur færðu úr því.
3.
Þá fann ég, þessi fáu orð
úr fyrnsku endurheimt
mér voru ei lengur lítils verð
þótt ljóðið væri gleymt.
4.
Nú vildi ég gefa gull mitt allt
að gjaldi í kvæðis stað.
Mér finnst, ég hafi aldrei ort
neitt annað ljóð en það.