Kynning | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kynning

Fyrsta ljóðlína:Streymir að vitum blíðra blóma angan
bls.7-8
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Streymir að vitum blíðra blóma angan.
Blessaða hvíld. Hér ríkir þögnin ein.
Hljóðláta gestinn, göngumóðan svein,
kvöldgolan hlýja kyssir mjúkt á vangann.
2.
Hingað var tíðum yrkisefna leitað.
Árangurslaust? Já, stundum, því er ver.
En jafnvel, hve rýr sem árangurinn er,
verður þó ekki viðleitninni neitað.
3.
Og grátklökkt masið gildi ljóðsins hnekkir;
– gagnslaust að harma það, sem liðið er.
Þögull og stoltur framhjá ykkur fer
pármaður einn, sem enginn gjörla þekkir.
4.
Hví tala eg svo til minnar fósturfoldar,
sem fær í ljoðum einhæf kynni af mér:
Víst skaltu móðir, vita hver eg er:
Eitt blómið, er óx út myrkri þinnar moldar.