Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Hugraunaslagur er kallast þagnarmál kveðinn 1728

Fyrsta ljóðlína:Þar um getur þagnarmál
Heimild:Ljóðmæli ÞÞ bls.220
Viðm.ártal:≈ 1725
1.
Þar um getur þagnarmál
þrátt í geði mínu:
velmakt öll og veraldar prjál
veltir blómi sínu.
2.
Vinsæld, auður, vald og makt,
viska, lán og hreysti,
lífsins fegurð, æra og akt
útkulnar sem neisti.
3.
Hvað er veröld, hennar glys,
hefð og art sem beiðist?
Reykur, bóla, funi, fis
fellur, hjaðnar, eyðist.
4.
Lán er best að lykja sig
litlum undir feldi,
heimsins prýði hégómleg
háttar senn í eldi.
5.
Öll náttúran er að sjá
ellimörkum hlaðinn,
vindar, hauður, vötn og lá
votta sinn skapnaðinn.
7.
Eldar brenna grjót og grund,
grasið jarðar kylur,
skepnur kenna feigðar fund,
fargar húsum bylur.
8.
Víða skriður vinna tjón
vegu fordjarfandi,
vatna-riður fergja frón
föstum leir og sandi.
88.
Ríkir plægja, reita, flá,
rotnir æja, stúra,
hinir slægja, þreyta, þjá,
þessir prægja, lúra.
89.
Ýmsir kúgast innbyrðis,
einnig þrúga vinum,
falsa, ljúga, mæla á mis,
merginn sjúga úr hinum.
90.
Þrjóta læt eg Þagnarmál,
þar um tæti´ei lengur,
hyggnir bæti Hárs í skál
hvað til mæti gengur.