Skáldalaun | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Skáldalaun

Fyrsta ljóðlína:Ég kaus að fara aðra leið
bls.10
Viðm.ártal:≈ 2000
Flokkur:Skáldsþankar
Ég kaus að fara aðra leið

En talaðu samt ekki
um gamlan bitran mann
fyrirlitinn, misskilinn, gleyminn.

Ég var á hæstu launum
sem þessi heimur getur greitt:
Gleðinni yfir að skapa.

Gleðinni yfir að hafa storminn í fangið
og sjá mótvindinn dreifa fræjum mínum
um jörðina.

Gleðinni yfir að elska.