Til Bjarna á Bollastöðum | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til Bjarna á Bollastöðum

Fyrsta ljóðlína:Þér féllust ei hendur, í fangið þótt hvessti
bls.1960 3. árg. bls. 50
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Afmæliskvæði
1.
Þér féllust ei hendur, í fangið þótt hvessti,
því svalviðrið sálina hressti.
2.
Í torleiði fjallanna fannstu þig sjálfan,
heilan, en aldrei hálfan.
3.
Við fáheyrða örbirgð á örreitiskoti
þinn andi bjó ávallt í sloti.
4.
Því margur í lágsveitum lognþokudagur
við fjöllin er heiður og fagur.
5.
Þú gekkst ekki hikandi á hólminn, né tregur.
Þú vissir hvert stefndi þinn vegur.
6.
Þú ávannst þér sigur á orrustuvelli
og hann er þinn heiður í elli.


Athugagreinar

Á sjötugsafmæli hans 10. júlí 1960