Tilhugalíf I | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Tilhugalíf I

Fyrsta ljóðlína:Það kom hérna ungur sveinn svo sætur
Viðm.ártal:≈ 2000
Það kom hérna ungur sveinn svo sætur
og sagðist vilja fá
þig með sér í ferð, þegar frjósa nætur.
Fagurt skín stjarna blá.
Með blik í auga og blóðrjóða vanga
hann biður svo sætt og hlýtt.
Þá sendir þú augnanna blik fyrir borðið
og brosið þitt undurfrítt.

Vilji hins unga og ástfangna manns
er aðeins að fylgja þér
um lifsins heiðar og fjarlæg fjöll,
yfir flúðir, kletta og sker.
Í gegnum örlaga öldurót
og inn í sælunnar reit.
Þegar vorsólin blikar brennandi mót
bænum hans upp í sveit.