Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Minna

Fyrsta ljóðlína:Æfinnar um sóknarsvið
Heimild:Fornólfskver bls.183-186
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Ævinnar um sóknarsvið
sérhvers bíður glíma,
því er best að venjast við
vosbúðina í tíma.
2.
Móðurhöndin mjúk og hlý
mönnum öllu kærri,
mér var bernsku allri í
ótal rasta fjærri.
3.
Fyrsta degi ævi á –
ekki er meiri hróður –
í krapa var ég fluttur frá
föður bæði og móður.
4.
Ef ég minnist einhvers góðs, –
á því mest skal taka, –
er það fyrst til aldins fljóðs
að ég lít til baka.
5.
Þótt þig gamla Minna mín,
mæddi ellin þunga,
trúa milda mundin þín
mína leiddi unga.
24.
Til ellikvölds þú minnist mín,
manns í fjarlægðinni,
þrotna mér og minning þín
má ei nokkru sinni.
25.
Þú varst sómi þinni stétt, –
það er réttur kvarði.
Sé þér Minna mjúk og létt
mold í Ásagarði.