Fyrirspurn | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Fyrirspurn

Fyrsta ljóðlína:Sástu mann, svipþungan, fattvaxinn
bls.I 41-42
Viðm.ártal:≈ 1800
Flokkur:Háðkvæði
Sástu mann, svipþungan, fattvaxinn,
gráleitan, grettir oft kampaskinn,
teperar augu, viprar vör,
vanur á kæki,
góma beitir hvössum hjör,
hláturs með skræki,
hárþunnur, hnútar í skalla,
hugstoltur, ræður sér valla,
níðorður um nábúa alla;
einatt segir: a og nú.
Lyginn, svikull, latur, þrár,
hann lofar sig sjálfur,
lyginn, svikull, latur, þrár,
hann lofar sig sjálfur.


Athugagreinar

Sigga skálda spurðist fyrir um mann sinn, næsta gröm og þungorð.