Holtavörðuheiði | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Holtavörðuheiði

Fyrsta ljóðlína:fjallið í norður heitir Snjófjall
Höfundur:Ingunn Snædal
Viðm.ártal:≈ 2000
fjallið í norður heitir Snjófjall
maður sér af hverju

labbandi í stuttermabol og sól
með grasblauta ökla
gegnum dúnmjúkar hrafnafífur
fuglakvak á mýrarauðum skurðbörmum

skugginn minn er hár og spengilegur
skömmin er ekki nógu líkur mér
en ég læt eins og hann sé það
verð strax léttari í spori

leggst á magann
kinn í gras
eða á mel

öðlast nýtt sjónarhorn