Um Mjóafjörð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Um Mjóafjörð

Fyrsta ljóðlína:Við Mjóafjörð eystri býr merkileg þjóð
bls.2008 Að Smyrlabjörgum bls. 23
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Daglegt amstur
1.
Við Mjóafjörð eystri býr merkileg þjóð
það má nú segja
þar hreppsnefndin fyllir menn framfaramóð
það má nú segja.
2.
Þetta afburða framsækna einvalalið
eggjar til dáða
á framkvæmdum verður ei fálm eða bið
ef fá þeir að ráða.
3.
Já, vel sé yður vösku vökumenn
nú vil ég yður hylla
alla fimm í senn.