Í gestabók 2. sept. 1984 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Í gestabók 2. sept. 1984

Fyrsta ljóðlína:Við þökkum fyrir þennan góða dag
bls.2008 að Smyrlabjörgum
Viðm.ártal:≈ 1975
1.
Við þökkum fyrir þennan góða dag
og þar með ber og rjóma, ferð og steik.
Í fyrramálið förum við á kreik
já, förum heim að stunda okkar fag.
2.
Og þangað kominn fer ég fjósið í
og fæst við málun húsa, leiðsögn, slátt.
Um afköst mín ég ætla að segja fátt
því upphefð lítil væri mér í því.
3.
Mitt fag er snatt og snúningar í senn
en konan mín hún kann til verka enn.


Athugagreinar

Höf. skráði ljóðið í gestabók Helgu Frímannsdóttur tengdadóttur sinnar og Stefáns sonar síns sem búsett eru á Akureyri.