Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Vorljóð

Fyrsta ljóðlína:Ég fagna vorsins veldi
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Ég fagna vorsins veldi.
Ó vor ég elska þig,
sem bræðir ís og blómaskrautið
býrð til fyrir mig.
2.
Hinn fagri fuglasöngur,
er fylgir ávallt þér,
hann hljómar eins og ljúfsælt lag
svo lengi í eyrum mér.
3.
Og grösin grænu, fríðu
og gjörvöll blómin smá
þau vekja stærstu vonir manns
og vinahug sinn tjá.
4.
Á kyrrum vorsins kvöldum
er kveðið ástarljóð.
Þá tengjast fjölmörg tryggðabönd
og tilveran er góð.