Vorljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vorljóð

Fyrsta ljóðlína:Ég fagna vorsins veldi
bls.33-34
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Ég fagna vorsins veldi.
Ó vor ég elska þig,
sem bræðir ís og blómaskrautið
býrð til fyrir mig.
2.
Hinn fagri fuglasöngur,
er fylgir ávallt þér,
hann hljómar eins og ljúfsælt lag
svo lengi í eyrum mér.
3.
Og grösin grænu, fríðu
og gjörvöll blómin smá
þau vekja stærstu vonir manns
og vinahug sinn tjá.
4.
Á kyrrum vorsins kvöldum
er kveðið ástarljóð.
Þá tengjast fjölmörg tryggðabönd
og tilveran er góð.