Formannavísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Formannavísur

Fyrsta ljóðlína:Ingimundur upp með voð
bls.17-18
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Formannavísur
1.
Ingimundur upp með voð
eigi bundinn kvíða.
Lax um grundu lætur gnoð
löðrið sundur sníða.
2.
Lárus slyngur lóms um völl
lætur syngja í reiða;
borðum stingur brims í tröll
báru hringur veiða.
3.
Lífs í tafli rennir Rut
rangagafls á meiði,
Halldór afla eykur hlut
öldu skafl þó freyði.
4.
Frímann hræðist fjúkið ei
fyrstur klæðist hlífum.
Aflin glæðist oft þó fley
undir mæðist dýfum.
5.
Er Guðmundur aflakló
og í lundu glaður.
Sjóinn stundar seggur þó
syngi undir vaður.
6.
Úfið þótt sé ægislag
ei mun rótt í landi
Torfi skjótt er til í slag,
þó togni á þóftu og bandi.
7.
Einar rær um hrefnuhyl,
herðir klær og fali.
Afla fær þó undirspil
úfinn særinn hjali.
8.
Oft í kalda Atli Jón
ei vill halda að boðum:
Ránarfalda rangaljón
ristir tjaldað voðum.