Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Móðurminning

Fyrsta ljóðlína:Hugljúfa mynd frá æskuárdagsstund
Viðm.ártal:≈ 1900

Skýringar

Sigurey ólst ekki upp hjá móður sinni.
1.
Hugljúfa mynd frá æskuárdagsstund,
athvarf mitt, nú kem ég á þinn fund.
2.
Minnir hún mig á vorsins unaðsóma,
umgjörð hennar sólargeisla og blóma.
3.
Þú komst sem gestur, blessuð móðir mín,
minningin þaðan ævilangt mér skín.
4.
Hófstu mig upp í hlýja faðminn þinn,
höfuð mitt ég lagði þér við kinn.
5.
Man ég hvað róleg mér ég undi þar,
meðan að lesinn húslesturinn var.
6.
Fannst mér þá enginn eiga yl sem þú,
ekki hef ég síðan glatað þeirri trú.
7.
Þegar mig hrellir heimsins kalda lund,
hugsa ég móðir, oft um þessa stund.