Sveitar ríma – um Kaldrananeshrepp árið 1931 (Hagkveðlingaháttur) | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Sveitar ríma – um Kaldrananeshrepp árið 1931 (Hagkveðlingaháttur)

Fyrsta ljóðlína:Enn skal bragar bogann slá
bls.114-123
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Enn skal bragar bogann slá
bjartur dagur fer úr sjá.
Fyrir lagar ljósa gná
ljóða slag ég semja má.
4.
Guðjón séður seigheppinn
sveina gleður víðlesinn.
Kostum hleður Kaldbakinn
kjörin meður lángefinn.
5.
Sæmd ei hallast Sigþrúðar
satt það spjalla nágrannar.
Ofnis valla eikin þar
eflir snjallar dyggðirnar.
6.
Á Kleifum Magnús menntfýsinn
minnis vagninn hleður sinn
Búsins hagnað hirðir inn
hörð þó magnist dýrtíðin.
12.
Jón í fýrum friðsemi,
fremdar dýra glæðandi
enn sem hýr í uppgangi
Aspar – býr í Víkinni.
13.
Lofstír glæðist Guðrúnar
greind í fræði búnaðar.
Ósa flæða eyjan þar
eykur gæði mannlundar.
16.
Lundhægur með roðin rík
rólyndur í pólitík.
Unir kjur hjá auðar brík
Arngrímur í Reykjarvík.
17.
Kristbjörg gild í góðverkum,
gegn í vildar kjörunum.
Upp kom mild í útlátum
örfum snilldar fjölhæfum.
22.
Sögn að þrengist Sigurði
sóma dreng og trésmiði
Sá fær lengi hinn lundsblíði
lof og gengi á Klúkunni.
23.
Konan Fríða björt á brá
best sem lýðir hrósið tjá
Undir þýðlynd honum hjá
halnum kvíða bægir frá.
36.
Naumt til sanns á Nesi fjas
nýtir vansað Matthías.
Um hann glansar fagurt fas
foringjans við málaþras.
37.
Menntin prýðir Margréti
meinin víða bætandi.
Aldrei tíð í ólestri
eyðist fríðu konunni.
42.
Bæinn geymir Guðmundur
gæfu seimi fansaður.
Víða heima, vinfastur
vömmum gleymir, stjórnsamur.
43.
Heiður rómast Ragnheiði
rínarljóma sveipaðir.
Hennar fróma framsýni
færir sóma héraði.
44.
Halldór erjar hér og þar
heim sá ferjar nægðirnar.
Gildur verju geymir snar
grönd á herjar allsstaðar.
64.
Hellu byggðum hrós gefur
hroðin styggðum Jörundur.
Skýr í tryggðum skáldyrtur
skilvís dyggða frömuður.
77.
Mærðar þvaður þagni fljótt
það ei skaði nefnda drótt.
Saman blaðið brýt ég ótt
býð svo hraður, góða nótt.