Á rústum Hofs í Goðdal (1963) | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á rústum Hofs í Goðdal (1963)

Fyrsta ljóðlína:Hve sumra örlög geta verið grimm
bls.62
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Hve sumra örlög geta verið grimm
og gæfusólin stundum orðið dimm.
Orðvana sorgar einn ég reika hér,
aðeins kalt og dapurt augað sér.
2.
Við lékum oft að legg og skel á hól
á lofti þegar vermdi blessuð sól.
Í vetrarbyljum inni unað var
við ýmislegt sem fyrir sjónir bar.
3.
Sem börn við gættum búsins okkar vel
og bjuggum stórt með legg og gimbrarskel.
Margt er síðan mér í huga greypt,
minningin er hvorki seld né keypt.
4.
Borga mín, já bernskan var svo góð,
við bæði sungum fjölmörg æskuljóð.
Rústir eru ykkar kæra Hof,
erfitt finnst mér samvistanna rof.
5.
Ástarþakkir, elsku systir mín,
ykkur Drottinn heimtaði til sín.
Verið sæl í örmum almættis,
aldur mildi þetta voða slys.