Til konunnar minnar – 5. janúar 1940 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Til konunnar minnar – 5. janúar 1940

Fyrsta ljóðlína:Nú eru liðin nítján ár
bls.42
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Nú eru liðin nítján ár
í náð frá kynnastund,
og enn er sama yndi og þá
að una við þinn fund.
2.
Ég veit þín æska er á brott,
því árin liðu brátt.
En samt mér finnst þú alltaf ung,
þú átt minn hjartaslátt.
3.
Guð geymi þig um öll þín ár,
strái yndi á sporin þín.
Þig gæfusólin ylji æ,
elsku konan mín.