Hagablóm | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hagablóm

Fyrsta ljóðlína:Litla blóm á lækjarbakka
bls.21
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Skáldsþankar
Litla blóm á lækjarbakka
ljómandi ertu frítt.
Ég á fegurð þinni að þakka
það, hvað mér er hlýtt.
Inni í hugarins helgu leynum
hugljúf krónan þín
leysir undan ergisteinum
yndis blómin mín.