Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Bréf til pabba

Fyrsta ljóðlína:Þó að mér sé stirt um stef.
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Ljóðabréf
1.
Þó að mér sé stirt um stef.
Stefja vil ég reyna bréf.
Bréfið senda þá mun þér.
Þér sem varst að skrifa mér.
2.
Mér að segja fátt er frá.
Frá ég ekki víkja má.
Má þó kannski er fram í fer
ferðast heim og tína ber.
3.
Berin þroska nær sem ná.
Náðu mér í síma þá.
Þá ég ætla að fara í ferð.
Ferðast þó ei lengi verð.
4.
Verðið hækkar öllu á.
Á því margur við að sjá.
Sjáanlega byggt mér bæ
í bænum ekki strax ég fæ.
5.
Fæ ég nú á lánum leigt.
Leigt svo dýrt mig getur beygt.
Beygt það margan hefur hér.
Hér sem bölvað okrið fer.
6.
Ferleg tíðin ennþá er.
Er að stríða bændum hér.
Hér nú margir þurrkinn þrá.
Þrá svo mjög að fara að slá.
7.
Slá mig langar engjum á.
Ávallt fannst mér gaman þá.
Þá í ljánum sífellt söng.
Söng er féllu stráin löng.
8.
Löng þó væri störfuð stund.
Stundum færðu gull í mund.
Munduð voru falleg föng.
Föngin sett á reipin löng.
9.
Löng í Raggi böndin batt.
Batt og sátum frá sér hratt.
Hratt ég renndi löngum ljá.
Ljáin stækka gjörði þá.
10.
Þá var oft í flóum fen.
Fenin vaðin upp í hnén.
Hnén um bæði og lærin leir.
Leirugt þvegið seinna meir.
11.
Meira bull en orðið er.
Er mér leitt að senda þér.
Þér í kemur hlátur hug.
Hugar þegar sérð mitt flug.
12.
Flug að þreyta andans er
erfitt nokkuð þykir mér.
Mér því hætta best er brag.
Bragað hef ég nóg í dag.
13.
Daga uppi tek sem tröll.
Trölla þá var sagan öll.
Öll við biðja heilsum heim.
Heima berðu kveðju þeim.
14.
Þeim fer vel er sitja í sveit.
Í sveit að una best ég veit.
Veit þó hér sé fólkið flest.
Flestir búa munu í rest.
15.
Í rest að segja best er bless.
Bless þú sért og alltaf hress.
Hressa mömmu kysstu koss.
Kossinn kveðja sé frá oss.