Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Drangsnesbragurinn

Fyrsta ljóðlína:Nú er vetur vikinn okkur frá
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Gamankvæði
1.
Nú er vetur vikinn okkur frá
þótt vorið gangi fremur hægt að sjá.
Alltaf sami seiglugarðurinn.
Á sjóinn gefur illa karlinn minn.
Við reynum þá rúbertu
ef rokið ei lægir,
en hljótum ef hægir
og Hólmvíkingar sjást
að látast þá við bjóðin fara að fást.
Mér finnst það væri alla vega skást.
2.
Ef gerði logn og góðviðri um stund,
þá gæti slysast í þrjú hundruð pund.
Það er ei hægt að heimta meir en það,
af HF-útgerðinni, eða hvað?
Með bráðlekan byrðinginn
og bjagaðan kompás.
Ónýtan einhvern lás
og allt í hönk þar um.
Það lagast alltaf allt með tímanum
og einna helst í Drangsnessímanum.