Strandamannaljóð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Strandamannaljóð

Fyrsta ljóðlína:Fríða byggð á fjarðaströndum
bls.24
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Fríða byggð á fjarðaströndum
fagra vaggan mín.
Fríða byggð.
Hvar sem við í straumi stöndum
strýkur hugann vængjum þöndum
máttug minning þín.
2.
Ættarbyggð, þinn arinn mætur
æskuskjól var mitt.
Ættarbyggð.
Unaðslega í eyrum lætur,
yljar barns þíns hjartarætur
að nefna nafnið þitt.
3.
Heim til þín minn huga seiðir
hjartans tryggðaband.
Heim til þín.
Hvar sem mínar liggja leiðir
og lífs míns dögum tíminn eyðir,
þú ert mitt óskaland,