Fífusund | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Fífusund

Fyrsta ljóðlína:Er hún amma sig lagði
bls.281-282
Viðm.ártal:≈ 1875
. . .
Er hún amma sig lagði
ömmunni sinni hjá,
fátt var eins mjúkt og fífu-
koddi að sofna á

og beint mátti bágindi kalla
í búi undir veturinn
ef enginn var fífukveikur
í kotinu, drottinn minn!

Þegar flest sem lifði, undir fargi
fanna og skammdegis lá
það var ljósið hennar sem lýsti
landinu okkar þá.

Ógn er hún falleg fífan.


Athugagreinar

Birt upphaflega í 19. júní, Ársrit Kvenréttindafélags Íslands, 1964, bls. 19