Vísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Vísur

Fyrsta ljóðlína:Líða í kvöld með léttum svip
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Líða í kvöld með léttum svip,
lofts á öldum bláum,
gulli tjölduð skýja skip
skautuð földum háum.
2.
Mitt út færist sjónarsvið,
sorg er fjær og kvíði,
þegar hlær mér hlýjast við
heiðablærinn þýði.
3.
Fönnin hylur foldu senn
fölna blóm í högum,
þá er gott að eiga enn
yl frá sumardögum.
4.
Hríðarskvaldur heftir yl,
himins tjald ei blánar.
Vindur kaldur kastar til,
hvítum faldi Ránar.