Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Kvöldbænir mínar 6. 3. 1944

Fyrsta ljóðlína:Tryggðu mér guð um tíma alla
Heimild:Hendingar bls.76-77
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Guðný lá þá á Landsspítalanum.
1.
Tryggðu mér guð um tíma alla,
traustið á þér mér vísi leið.
Heyr mína bæn frá hjarta kalla,
hjálpaðu mér í allri neyð.
Læknaðu bæði mig og mína
mest, þegar lama sjúkdóms bönd;
láttu þá náðarljós þitt skína,
leiddu mig alltaf þér við hönd.
2.
Láttu konuna lækning hljóta,
líf mitt er komið undir því.
Láttu mig hennar lengi njóta,
ljúfasti guð, ég treysti því.
Bænheyr þú mig á besta máta,
bætir þú okkar heilsufar,
þá skal mér alltaf ljúfast láta
lofsyngja þig til eilífðar.