Bugaríma | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Bugaríma

Fyrsta ljóðlína:Sumir virtust liggja lágt og létust sofa
bls.I 72
Viðm.ártal:≈ 1975
Flokkur:Háðkvæði
1.
Sumir virtust liggja lágt og létust sofa,
það var ekki unnt að lofa
ástandið í Bugakofa.
2.
Það var varla friður til að finna á sér
því görg og púst menn gáfu frá sér
svo grimmir hundar fóru hjá sér.
3.
Björn stóð einn við hitann eins og Héðinn forðum,
þá gólf og veggir gengju úr skorðum
gramdist honum ekki í orðum.
4.
Hundar stóðu bísperrtir til beggja handa,
þeir höfðu ekki þambað landa,
þess vegna tókst þeim að standa.