Í Bólstaðarhlíð | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Í Bólstaðarhlíð

Fyrsta ljóðlína:Ég hefi staðið á grjóteyrinni
Heimild:Haustheimar.
bls.26-27
Viðm.ártal:≈ 1975
Ég hefi staðið á grjóteyrinni,
skógurinn að baki
framundan yfirgefin kirkja
áin rennur.
Hér áðum við,
bíllinn varð feginn
að standa kyrr á grasinu
vindurinn fyllti dalinn
einhverri dul
á leið sinni upp á fjöllin.

Heitt kaffi á brúsa
og nokkrar brauðsneiðar
– ég man að okkur fannst
litur appelsínanna
æði glannalegur í mónum.

Hér stóðum við
niðri á eyrinni
og áin rann
og rann
og rann.