Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Úr ljóðbréfi til Jóns á Reykjum í Hrútafirði

Fyrsta ljóðlína:Eldsbrunanna harmahjal
Heimild:Hlynir og hreggviðir bls.85-86
Viðm.ártal:≈ 1800
Flokkur:Ljóðabréf
1.
Eldsbrunanna harmahjal
held ég víða dafni.
Þegninn spannar þrautafal,
Þverá brann í Hallárdal.
2.
Dapran gisti dauða þar
dýja ljóma gefni;
móðursystir mín sú var
menjarist, er dyggðir bar.
3.
Þels um löndin þó að vér
þjáning megum finna,
drottins höndin hjálpa fer
hryggðarböndin af oss sker.


Athugagreinar

Jórunn móðursystir Hreggviðs á Kaldrana fórst í bæjarbruna á Þverá og HE getur þess í ljóðabréfi til Jóns Bergssonar á Reykjum í Hrútafirði.