Úr ljóðbréfi til Jóns á Reykjum í Hrútafirði | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Úr ljóðbréfi til Jóns á Reykjum í Hrútafirði

Fyrsta ljóðlína:Eldsbrunanna harmahjal
bls.85-86
Viðm.ártal:≈ 1800
Flokkur:Ljóðabréf
1.
Eldsbrunanna harmahjal
held ég víða dafni.
Þegninn spannar þrautafal,
Þverá brann í Hallárdal.
2.
Dapran gisti dauða þar
dýja ljóma gefni;
móðursystir mín sú var
menjarist, er dyggðir bar.
3.
Þels um löndin þó að vér
þjáning megum finna,
drottins höndin hjálpa fer
hryggðarböndin af oss sker.


Athugagreinar

Jórunn móðursystir Hreggviðs á Kaldrana fórst í bæjarbruna á Þverá og HE getur þess í ljóðabréfi til Jóns Bergssonar á Reykjum í Hrútafirði.