Nafnlaust | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Nafnlaust

Fyrsta ljóðlína:Reisu háði og hendingskast
bls.II 59
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Reisu háði og hendingskast
hreyflar kváðu og flautur.
Hleypti í gráðið, hélt sér fast
hrossaráðunautur.
2.
Sig ei kærði um knapans list
kennd sem hrærði blóðið.
Á hjóla færleik ferðaðist
fældi og ærði stóðið.
3.
Allir störðu á undrareið
en þó vörðust spotti.
Hann á jörðu skrykkjótt skreið
Skagafjörður glotti.
4.
Etja léttum hófahund
héraðsréttur væri.
Víð og slétt er gróin grund
gnægð af spretta færi.
5.
Þótt í hringa hjóli þeir
héraðsþinga milli.
Skagfirðingar meta meir
mélbitlinga snilli.
6.
Þeir sem muna skemmtiskrár
skrið og funa í blakknum
hef ég grun uns blikna brár
best sér uni í hnakknum.