Hvalfjöruvísur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Hvalfjöruvísur

Fyrsta ljóðlína:Ó, þú guð, sem björg og brauð
bls.127-128
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Séra Jóhann Þorsteinsson heyrði söguna um Hvalfjöruvísur Bólu-Hjálmars í æsku í Svínadal: Eitt hafísvorið rak hval norður á Skaga. Hvalinn áttu bændur tveir. Það var um sumarmál. Þyrptist nú fjöldi manns á hvalfjöruna, bæði úr Húnavatnssýslu og Skagafirði. En er þangað kemur, vilja hvaleigendur enga láta fá hval nema þá , sem gátu greitt út í hönd eða þá, er þeim þótti borgun vís hjá. Efnamennirnir fengu nóg á hesta sína og halda af stað heimleiðis, en hinir fátækari fá ekkert og eru farnir að búa sig til heimferðar með lausa   MEIRA ↲
1.
Ó, þú guð, sem björg og brauð
börnum gafst án mælingar,
hjálpa oss í hungursnauð,
hér sem stöndum álengdar.
2.
Mildin drottins mikilleg
manna höfðum yfir svam,
en nú er tíð að sýnir sig
satans þjónn í dularham.
Napurt verður nauða-stand,
níðings-sál er undir bjó.
Blessun drottins berst á land,
byrgir hana þrælakló.


Athugagreinar

Sr. Jóhann Þorsteinsson 1850-1930, sonur Þorsteins Helgasonar á Grund í Svínadal og k. h. Sigurbjargar Jónsdóttur prests að Auðkúlu Jónssonar. Jóhann var útskrifaður úr prestaskóla 1879, vann í skrifstofum landfógeta og landshöfðingja 1879-1881. Biskupsskrifari 1881-1886 og stundaði jafnframt kennslu. Prestur í Stafholti 1886-1911. Fyrri kona Jóhanns var dóttir Þorleifs ríka Kolbeinssonar á Háeyri