Ás í Vatnsdal | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Ás í Vatnsdal

Fyrsta ljóðlína:Í Áskinninni bíður bær
bls.103
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Í Áskinninni bíður bær
og brosir hlýtt til mín.
Þó hafi ég dvalist honum fjær
hann heillar mig í sýn,
er minninganna blíður blær
og blessuð sólin skín.
2.
Þar átti ég mín æskuspor
og ýmsa bernskuraun.
Hann gaf mér einnig þrek og þor
að þyldi ég lífsins kaun.
– Og honum hverja vísu um vor
ég valdi í fósturlaun.