Tröllakirkja | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Tröllakirkja

Fyrsta ljóðlína:Svannarnir ungu í sveitum Borgarfjarðar
bls.130
Viðm.ártal:≈ 1925
Flokkur:Náttúruljóð

Skýringar

Höfundur ræddi við borgfirska stúlku um um Tröllakirkju, og vildu hvort um sig telja fjallið til síns landshluta. Sendi hann síðan stúlkunni þessar vísur.
Svannarnir ungu í sveitum Borgarfjarðar
og sveinninn fyrir norðan, þau mæna á sömu fjöllin.
Hugarins þrá, svo hrein og tær sem mjöllin,
hæðanna leitar af troðnum slóðum jarðar.

Ég vil ei frá þér töfratinda þína
taka – við bæði eigum sömu fjöllin.
Þar sem að gnæfir okkar æskuhöllin
úr áttunum tveimur mætist sjónarlína.

Hittumst svo heil á Tröllakirkju tindum,
teygum af björtum sumarhiminlindum.