Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Tíu stökur af Ströndum

Fyrsta ljóðlína:Þú geldur þess að geta ei sofið rótt
Heimild:Andvari
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Þú geldur þess að geta ei sofið rótt. —
Þitt gisna tjald er þinghús margra í nótt,
og augu stara til þín tóm og köld
úr týndramannalandi, horfin öld,
þú heyrir fjarlœg hróp í dyni straums,
— þú hrekkur við á mörkum vöku og draums,
er máninn bregður hvassri silfursigð
á sorgarslœður húms í eyddri byggð.
2.
Á löngum vœngjum lyftir óttan sér
og lognþungt hafið gœlir við sín sker
og segir: það er engan ís að sjá,
nei, aðeins kyrrlát djúp og fagurblá.
— En digrir klettakarlar fram við sund,
sem kasta vígamœði litla stund,
þeir hefja í mistrið höfuð þrjózkuleg
og heyra í brimi um þúsund rasta veg.
3.
Að Innri-Kúvík kom ég gönguleið
um klifið, niður bratta vegarsneið,
og stefndi þangað fram sem fyrir varð
ein fornleg hellubrú við vallargarð.
í grasi túns sem glóði í morgunsól
lá gömul spík hjá steini á bæjarhól
og hafði dapra sögu að segja mér:
þú sérð að það er enginn lengur hér,
og ekkert hús né bœr að bjóða til,
með bjálkadyr og rekaviðarþil,
en grasið leggst og það er synd að sjá
í sólskinsbreyskju. — Kannt þú ekki að slá?
4.
Á malarströnd er margt sem fyrir ber
og mörg þau bein sem eru grafin hér,
af feigð og háska er fjöruloftið ramt,
við forvaðann er djúpt og brimasamt.
Hér lá þó forðum flóttamannaleið
þess fólks sem öxi, hrís og eldur beið,
en þeirra nöfn, sem greiddu hinn grýtta spöl,
reit gleymska allra tíma í þessa möl.
5.
Af Skreflufjöllum súgar nœsta svalt
— um Sauratúnið hefur andað kalt
er stormsins dreki af dyngju sinni fló
og dreifði heyi bóndans út á sjó.
— Og máske á fjaran brot úr báti þeim
sem brimið sló — og aldrei náði heim.
— Hverf héðan, gestur, þér mun þykja reimt
í þeirri rúst sem engu hefur gleymt.
6.
Mér varð að spyrja: er veiðin heldur smá?
og Veiðileysufjörður brosti þá,
með sumarsvip á hamri og hverri tó
og hvítan streng úr fjalli út í sjó.
Mig dreymdi draum um góð og gömul tröll
sem gestinn leiða í sína konungshöll,
— og eitt er víst: að aldrei hafði ég fyr
séð út til hafs um slíkar hallardyr.
7.
Þó fjallsins tign sé þögul, þung á brún
og þóttafull, í ástúð stendur hún
sinn vörð um vatn og ós, um burkna og blóm,
um bjargahvammsins skjól, sinn helgidóm.
Ég mundi una mér í Kaldbaksvík,
ég mundi seinast borinn þaðan lík,
úr kyrrð til kyrrðar við hinn mikla mar,
ef mamma og pabbi hefðu búið þar.
8.
Sjá gróðans virki, er gín við sjónum autt,
sem gapi tenntum skoltum, hungurdautt,
það dýr, sem framdi mest og grimmust morð
unz móðir lífsins kvað upp dómsins orð.
— Þó land þitt þögult inni aldrei neitt
um aðbúð þá sem börnin hafa veitt,
mun sterkast allra vitna verða þó
þín veiðistöð við fiskilausan sjó.
9.
Hin fjœrsta byggð er mér í minni fest,
þar mœlti hin góða von við lúinn gest:
sjá bœi og tún og léttfœtt börn í leik,
sjá líf og starf, — er trú þín ennþá veik?
Þitt fólk, þitt land, þitt Ijóð, sjá, það er hér.
— Og loksins gat mér skilizt hvað það er
að koma af jökli á kœrra vina fund,
að koma úr eyðimörk í pálmalund.
10.
Það verður hvorki sagt né sett í Ijóð
er sól af hafi rís á norðurslóð,
að þeirri sýn þú síðan alltaf býrð,
þar sást þú guð þíns lands í sinni dýrð;
og þangbrún fjaran undir hömrum hám,
með hvítan, fallinn skóg af sœvartrjám,
hóf huldusönginn, ofar allri sögn,
við undirleik frá hinni miklu þögn.