Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Enn vorvísur

Fyrsta ljóðlína:Kom, unga vor, og vertu um sinn
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Kom, unga vor, og vertu um sinn
mín vernd í nauðum, gestur minn.
Eg greini senn þín gróðrarför
á grund og hlíðarkinn.
Leið gamla kvæðaþulinn þinn
í þína veröld inn
við strengjaleik í stör.
2.
Eg glímdi fyrr við húm og haust
og hlýddi á dauðans spádómsraust.
Eg báti mínum brýndi í naust
og braut hann þar í spón.
Mörg stundagleði og svikasjón
mér söknuð færði og auðnutjón,
sem bar eg bótalaust.
3.
Þó hlaut eg stundum happaföng:
Mín huliðsför með þér var löng.
Þeir komast seint í kvæðaþröng,
sem kynni hafa af þér.
Í gleði minni gleymdi eg mér.
Eg gleymi stundum hver ég er –
við sumarengjasöng.
4.
Kom, unga vor, með vatnanið!
Af veikum mætti þig eg bið
um sól í hjarta og sálarfrið
og söngvaefni nóg!
Lát fylla hjartans furðuskóg
þann farandsöng, er lengst mig dró.
Eg veit, hvað tekur við.
5.
Eg veit, að óðum að því ber,
að engar bænir hjálpa mér.
Þá þagna engi og fossaföll,
þá fagnar annar þér.
En gleymskan kyngir myrkri og mjöll
á minninganna Ljósufjöll,
– og ævi mín er öll.