Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Hóreb

Fyrsta ljóðlína:Þegar sólin sígur
Viðm.ártal:≈ 1
Flokkur:Biblíuljóð
Þegar sólin sígur,
sjatnar dagsins kliður,
yfir aðra læðist
aftanró og friður.
Aðeins okkur tekur
óþreyjan er kveldar,
brenna í hugum, hjörtum
heitir steikjueldar.

Eimir allan daginn
upp af langan-glóðum.
Kyrrð og næði kvöldsins
koma upp logum rjóðum.
Þar er eins og áður
undir Hórebsfjalli
eldsneyti, sem aldrei
orðið fær að gjalli.

Brennið, brennið eldar,
bálið daga, nætur,
þar til annað okkar
yfir hinu grætur,
þar til bæði búum
byrgð í grafarhlýju.
Heilagir og hreinir
hefjast þá að nýju.


Athugagreinar


Þið komuð og námuð staðar undir fjallinu. Fjallið stóð í björtu báli og eldtungurnar teygðu sig til himins, upp í sorta, ský og myrkur. Þá ávarpaði Drottinn ykkur úr eldinum. Þið heyrðuð þrumuraustina en sáuð ekki mynd neins, þið heyrðuð aðeins hljóminn.
Drottinn birti ykkur sáttmála sinn sem hann bauð ykkur að fylgja, boðorðin tíu. Hann skráði þau á tvær steintöflur. Þá bauð Drottinn mér að kenna ykkur lög og ákvæði til að fylgja í landinu sem þið haldið nú inn í til að slá eign ykkar á.
En gætið ykkar vel því að líf ykkar liggur við. Þið sáuð ekki mynd neins daginn sem Drottinn ávarpaði ykkur úr eldinum við Hóreb. Steypið ykkur því ekki í glötun með því að gera ykkur skurðgoð í einhverri mynd, hvorki í mynd karls né konu. Gerið enga mynd í líki nokkurs dýrs á jörðu eða í líki nokkurs vængjaðs fugls sem um loftið flýgur eða í líki nokkurs kvikindis sem skríður á jörðu eða í líki nokkurs fisks í vatninu undir jörðinni. Þegar þú hefur augu þín til himins og sérð sólina, tunglið, stjörnurnar, allan himinsins her, láttu þá ekki blekkjast til að sýna þeim lotningu og þjóna þeim. Drottinn, Guð þinn, hefur veitt öllum þjóðum undir himninum hlutdeild í þeim.
En ykkur hefur Drottinn tekið að sér og leitt ykkur út úr járnbræðsluofninum, út úr Egyptalandi, til þess að þið yrðuð eignarþjóð hans eins og þið eruð í dag.
Fimmta Mósebók 4. 11-21
http://biblian.is/Biblian/Default.aspx?book=4&chap=4&vers=15&versto=15