Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Uppblástur

Fyrsta ljóðlína:Lengst upp í heiði er lítið barð
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Náttúruljóð
Lengst upp í heiði er lítið barð,
lútandi, hallfleytt torfa.
– Ekki er á að horfa. –
Hún er þó allt sem eftir varð.

Þar var til forna fagurt land
fjalldraparunnum vafið,
bylgjað og breitt sem hafið.
Nú er því skipt fyrir nakinn sand.

Vindar erja þann eina hnjót,
utan úr honum sverfa.
– Hann er nú hreint að hverfa. –
Þá verður eftir aðeins grjót.