Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Veðurhljóð

Fyrsta ljóðlína:Veinar í skörðum vindurinn
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Veinar í skörðum vindurinn.
Var hann á mig að kalla?
Eiga eg vildi annað sinn
útkomuleið til fjalla.
Horfinn er þangað hugurinn,
hvenær sem stormar gjalla.
2.
Horfinn er þangað hugurinn.
Hlæjandi minning lokkar,
þegar fjörlega fákurinn
fiðrar við taum og brokkar.
Horfinn er þangað hugurinn,
hestur er fram hjá skokkar.
3.
Horfinn er þangað hugurinn.
Hrakningar, leitir, villa
ónáða byggðamanninn minn
mögnuðum kitlum fylla.
Horfinn er þangað hugurinn,
hvenær sem gengur illa.