Á Kjarrdalsheiði | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Á Kjarrdalsheiði

Fyrsta ljóðlína:Nú greiðist fjall frá fjalli
bls.127-128
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Nú greiðist fjall frá fjalli
og framundan er slétta
eins langt og eygir auga
og allt í bláan sjó.
Um klungur, urðir, kletta
þeir kalla farið nóg.
2.
Við fórum háar heiðar
og höfðum brekkur langar
og hæst af hjalla hverjum
sást himin-dýrðarland.
En yndislegast angar
þó auðnató við sand.
3.
Nú sé ég ekkert oftar,
sem augun fagna megi.
Að baki er hinsta brúnin,
sem birtir nýja sýn.
Í Lóni léttir degi.
Þau letjast hrossin mín.