Söfn

Íslenska
Nynorsk
Esperanto

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur (cookies) eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Flokkar

Allt  (725)
Ástarljóð  (8)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (11)
Gamankvæði  (12)
Háðkvæði  (5)
Heilræði  (1)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (7)
Húnvetningar  (6)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (2)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (47)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Skáldsþankar  (30)
Strandir  (2)
Söguljóð  (10)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (2)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Inga Sigurrós Jónsdóttir

Fyrsta ljóðlína:Þú gleymist aldrei Inga mín
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Þú gleymist aldrei, Inga mín,
og aldrei september.
Það lék um okkur leiftrafjöld,
– þess ljóss sem kvikast er, –
svo ljómar sól við háar-hý
um haust við fætur þér.
2.
Hann pabbi okkur bæði bað
að bæla safnið allt.
Við gengum saman sauða til
og svo varð nöturkalt.
Ég man hvað leiddist litlum dreng.
Minn litli hugur svalt.
3.
Þá fór að koma orð og orð
af æva-fornri sögn
um vonir svik og sorg og lán
– og síðan eftir þögn –
um systurást, um ógn og þraut
og endurlausnarmögn.
4.
Og stjarna birtist ein og ein
vi Eiríksstaðahnjúk,
og túnið fór að breyta blæ,
sem borist hefði fjúk,
því fölleit hélu glóði gljá,
sem glytti í perludúk.
5.
Og stjarna fæddist ein og ein
og alltaf bættist við,
en móðurlausra lamba hóp
að lokum þreytti bið.
Er máninn kom, hver sauðkind svaf
við sorgabróður hlið.
6.
Úr þámi kvölds í heiði hátt
var himni öllum breytt.
Ég finn svo glöggt að það varst þú,
sem þetta hafðir veitt.
Með öðrum hefði ég ekkert séð
og ekki fundið neitt.
7.
Nú ertu liðin Inga mín
og einnig september.
Nú segir enginn sögur þær,
er sagt þú hefir mér.
En þótt þú fyndir engin orð,
ég yndi samt hjá þér.
8.
Ég græt þig ei. – Hún Inga mín
sér aldrei tár frá mér. –
En næturvökur, norðurljós
er náðargjöf frá þér
og mánageislar, stjörnustrjál
og stund í september.